Krakkarnir voru hæstánægðir með nýja völlinn og eru hér með skólastjóranum Berglindi Axelsdóttur og Kristni Hjörleifi. Ljósm. sá.

Stór dagur í Stykkishólmi um helgina

Það voru sannkölluð hátíðarhöld í Stykkishólmi á laugardaginn þegar afhentur var formlega nýr og upphitaður körfuboltavöllur á lóð grunnskólans. Dagurinn hófst með leik Snæfells og KR-b í 2. deild karla þar sem Snæfell skilaði sigri í hús til að auka stemninguna, lokatölur 87:57 fyrir heimamenn. Áður en leikur Snæfells og Ármanns hófst í 1. deild kvenna þá skrifuðu formaður Snæfells, Kristinn Hjörleifur Kristinsson, og Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, undir samstarfssamning milli Snæfells og bæjarins um eflingu íþróttastarfs ásamt afhendingu körfuboltavallarins. Snæfell hélt utan um verkið og voru fjölmargir sjálfboðaliðar sem hjálpuðu til við uppsetningu vallarins og þar var í fararbroddi Kristinn Hjörleifur formaður Snæfells sem hafði yfirumsjón með verkefninu.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. 

Svona lítur nýi völlurinn út úr lofti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir