Bókaflóð í Pennanum Eymundsson. Ljósm. mm.

Ríkisstyrkir halda áfram að örva bókaútgáfu

Útgefnum bókum heldur áfram að fjölga samkvæmt fjölda skráðra titla í Bókatíðindum ársins 2021. Á þessu ári eru samkvæmt Bókatíðindum gefnir út 14,4% fleiri titlar en á síðasta ári. Það skýrist meðal annars af aukinni útgáfu á hljóð- og rafbókum, ungmennabókum og þýddum skáldverkum og fræðibókum.

Alls hefur 361 milljón króna verið greidd úr ríkissjóði í styrki til útgáfu bóka það sem af er ári vegna 703 verka. Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tóku gildi 1. janúar 2019 og samkvæmt þeim eiga útgefendur rétt á endurgreiðslu á 25% hluta kostnaðar vegna bóka, að uppfylltum vissum skilyrðum. „Opinber stuðningur við útgáfu bóka hefur aukið úrvalið fyrir lesendur á öllum aldri og hlustendur hljóðbóka. Þessi stuðningur er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til þess að efla íslenskuna og bæta læsi, í því höfum við allt að vinna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir