Æfa í von um að halda megi jólatónleika

Ekki er hægt að ganga að því sem vísu að hægt verði að njóta þess að fara á tónleika þessa aðventu, en allir vona þó hið besta. Kirkjukór Ólafsvíkur, ásamt Skólakór Snæfellsbæjar, ætlar að standa fyrir jólatónleikum eins og svo oft áður ef hægt verður. Kirkjukórinn var á fullu að undirbúa sig síðastliðinn laugardag þegar ljósmyndari var á ferðinni. Þann dag var kórinn með æfingardag í kirkjunni þar sem tónleikaprógrammið var slípað til en til stendur að halda tónleika 15. desember. Öllum sóttvarnarreglum var að sjálfsögðu fylgt en svo verður að koma í ljós hvernig tilhögun tónleikanna verður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir