Lionsmenn leigja út ljósakrossa á Akranesi

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum á Akranesi nú í byrjun aðventunnar. Afgreiðslutímar að þessu sinni verða laugardaginn 27. nóvember frá klukkan 11.00. til 15.30, sunnudaginn 28. nóvember frá kl. 13.00. – 15.30. og laugardaginn 4. desember frá kl. 13.00. – 15.30.

Lionsklúbbur Akraness hefur frá árinu 1958 styrkt Sjúkrahúsið á Akranesi, nú Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, með tækjagjöfum. Lionsklúbburinn mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til stuðnings Heilbrigðisstofnun Vesturlands. „Nú nýlega afhentum við Heilbrigðisstofnuninni gjöf að verðmæti 3.707.000 krónur. Að auki styrkjum við önnur málefni á hverjum tíma. Því miður er staðan þannig núna að við verðum að hækka verðið á krossunum í 8.000 krónur eftir að hafa haft óbreytt verð nú síðustu þrjú ár. Við finnum verulega fyrir verðhækkunum á nýjum krossum sem gerðir eru úr olíuefnum,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbi Akraness.

Upplýsingar um útleigu krossanna gefa Valdimar Þorvaldsson í síma 899-9755 og Ólafur G. Ólafsson í síma 844-2362.  Þá má panta krossa á netföngin: oligretar@aknet.is og valdith@aknet.is  Greiða má inn á reikning 0186-26-017754 kt: 530586-1469.  „Um leið og við Lionsmenn þökkum kærlega fyrir frábæran stuðning undanfarin ár vonumst við til þess að sá stuðningur haldi áfram,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbi Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir