Tvær Evur árituðu bækur sínar

Nýjar bækur eru nú að hellast inn á jólamarkaðinn eins og glöggt má sjá í bókaverslunum. Síðdegis í gær voru tveir höfundar staddir í Pennanum á Akranesi og árituðu fyrir gesti bækur sínar. Þetta voru þær Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sem skrifaði bókina Bakað með Evu, og síðan Eva Björg Ægisdóttir sem sendir frá sér krimmann Þú sérð mig ekki. Tölfræðilega ætti það að vera ómögulegt að tvær konur á svipuðu reki, sem báðar heita Eva, uppaldar á Akranesi séu báðar að senda frá sér sína fjórðu bók. Það er engu að síður raunin. Fjölmargir lögðu leið sína í Pennann þetta síðdegi til að fjárfesta í árituðu eintaki frá þeim.

Líkar þetta

Fleiri fréttir