Tvær Evur árituðu bækur sínar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Nýjar bækur eru nú að hellast inn á jólamarkaðinn eins og glöggt má sjá í bókaverslunum. Síðdegis í gær voru tveir höfundar staddir í Pennanum á Akranesi og árituðu fyrir gesti bækur sínar. Þetta voru þær Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sem skrifaði bókina <em>Bakað með Evu</em>, og síðan Eva Björg Ægisdóttir sem sendir frá sér krimmann <em>Þú sérð mig ekki</em>. Tölfræðilega ætti það að vera ómögulegt að tvær konur á svipuðu reki, sem báðar heita Eva, uppaldar á Akranesi séu báðar að senda frá sér sína fjórðu bók. Það er engu að síður raunin. Fjölmargir lögðu leið sína í Pennann þetta síðdegi til að fjárfesta í árituðu eintaki frá þeim.\r\n\r\n[gallery size=\"large\" ids=\"48968,48969,48970\"]",
"innerBlocks": []
}