Jólatrén risin á Akranesi

Þess sjást víða merki að jólin eru í nánd. Fólk er farið að skreyta húsin sín með ljósum og lýsa þannig upp skammdegið. Jólatré eru einnig farin að sjást víða. Sigurður Ólafsson, starfsmaður Akraneskaupstaðar, og Ólafur Elí Líndal Hjartarson, starfsmaður Gísla Jónssonar ehf., hafa varið þessum föstudegi við að reisa jólatré bæjarins. Blaðamaður Skessuhorn rakst á þá þar sem þeir voru að ljúka verkinu og reisa síðasta tréð. Þess er svo skammt að bíða að trén verði ljósum prýdd en venjulega er kveikt á ljósum jólatrésins á Akratorgi í kringum mánaðarmót nóvember og desember eða sem næst fyrsta sunnudegi í aðventu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir