Ingibjörg Valdimarsdóttir ásamt tveimur starfsmönnum Ritara. Ljósm. frg.

Í fyrirtækjaheimsókn hjá Ritara sem nýverið flutti í stærra húsnæði

Fyrirtækið Ritari hefur vaxið ár frá ári frá því að það var stofnað árið 2008 á Akranesi. Ritari flutti nýlega starfsemi sína frá Esjubraut inn á efstu hæðina á Kirkjubraut 40 á Akranesi en með því nær tvöfaldaði fyrirtækið fermetrafjöldann frá fyrra húsnæði. Blaðamaður Skessuhorns kíkti nýverið í heimsókn til Ingibjargar Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra Ritara. Að sögn Ingibjargar þýðir þetta að fyrirtækið getur bæði ráðið til sín fleiri starfsmenn og bætt við sig verkefnum en plássleysi var farið að standa fyrirtækinu fyrir þrifum.

Þegar komið er inn á skrifstofur Ritara vekur athygli hversu heimilislegt og hlýlegt umhverfið er. Ingibjörg segir að við hönnun vinnustaðar hafi verið lögð mikil áhersla á að fólki liði vel í vinnunni. „Við innréttuðum þetta þannig að þetta væri hlýlegt og notalegt og að starfsmönnum líði svolítið þannig að þeir séu komnir heim. Þá lögðum við mikið í hönnun hljóðvistar,“ segir Ingibjörg enda geti verið afar lýjandi fyrir starfsfólk að vera í hávaða allan daginn. Alls starfa 23 hjá Ritara í föstu starfi en starfsmannafjöldinn getur farið í allt að 25 með lausráðnu fólki.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir