Fréttir
Svipmynd frá vinnunni í Lýsuhólsskóla. Ljósm. Umhverfisstofnun.

Samráð haft við ungmenni um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í vinnu við endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er víðtækt samráð haft við hagsmunaaðila. Á vef Umhverfisstofnunar er fjallað um einn mikilvægasta hagsmunahópinn, þ.e. unga fólkið í Snæfellsbæ. „Einn hópur hagsmunaaðila er unga fólkið í Snæfellsbæ sem hafði margt fram að færa um stefnumótun og framtíðarsýn þjóðgarðsins á fundum sem Umhverfisstofnun hélt með þeim nýlega. Fyrsti fundurinn var með nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem hugmyndavinnan var frjó og skemmtileg. Sömu sögu má segja frá Grunnskóla Snæfellsbæjar þar sem um 20 nemendur í 5.-10 .bekk tóku þátt í Ólafsvík og allir nemendur í Lýsuhólsskóla.“\r\n\r\nÞessir samráðsfundir eru hugsaðir sem eins konar barnaþing um þjóðgarðinn en samkvæmt 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er réttur barna að láta skoðanir sínar í ljós í málefnum sem þau varðar og á það við um stefnumótun þjóðgarða. Fundirnir á Snæfellsnesi voru fyrstu samráðsfundir með börnum sem Umhverfisstofnun stendur fyrir og eru liður í að bæta samráð og samstarf við almenning um náttúruverndarmál. Samráðsfundir hafa verið haldnir með ýmsum hagsmunaaðilum í tengslum við stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins og þar á meðal íbúafundur.\r\n\r\nNemendur skólanna voru spurðir að því hvort þeim fyndist mikilvægt að taka þátt í verkefni eins og þessu, að móta stefnu og framtíðarsýn þjóðgarðsins, og voru þeir einhuga um að það væri mikilvægt. Margar góðar hugmyndir og sjónarmið komu fram á fundunum sem munu nýtast vel í áætlanagerðina, segir í frétt Umhverfisstofnunar.",
  "innerBlocks": []
}
Samráð haft við ungmenni um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul - Skessuhorn