Skagaleikflokkurinn kitlaði hláturtaugar gesta Vökudaga 2018.

Vökudagar að hefjast á Akranesi

Vökudagar hefjast formlega á Akranesi á morgun, fimmtudag, og verður setningarathöfnin á Byggðasafninu í Görðum klukkan 18:00. Þar verða meðal annars afhent menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2021. Árbók Akurnesinga hlaut verðlaunin á síðasta ári. Að sögn Sigrúnar Ágústu hjá Akraneskaupstað er mikil stemning fyrir hátíðinni, bæði meðal barna og fullorðinna og þátttakan góð.

Frá Halloween hátíð sem haldin var 2020.

Meðal barnanna er spenningurinn einna mestur fyrir Halloween hryllingsvölundarhúsinu sem verður í Hafbjargarhúsinu á Breið 31. október og segja aðstandendur hryllingsvölundarhússins að þar sé sko enginn að grínast neitt. Því hefur jafnvel verið haldið fram að spenningurinn sé meiri meðal barnanna en fyrir sjálfum jólunum. Halloween eða hrekkjavaka er hátíðisdagur haldin 31. október, ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain. Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðin velkomin koma vetursins.

Vökudagar standa frá fimmtudeginum 28. október til sunnudagsins 7. nóbember. Allar nánari upplýsingar um Vökudaga er að finna í auglýsingu og dagskrá sem birtast í Skessuhorni í dag, auk þess sem nánari upplýsingar um alla viðburðina er að finna á vefnum skagalif.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir