Heilsusetrið er til húsa á Sunnubraut 13. Ljósm. vaks

Heilsusetrið Mystik tekið til starfa á Akranesi

Þær Anna Guðnadóttir og Erla Rut Kristínardóttir opnuðu nú í byrjun hausts heilsusetrið Mystik við Sunnubraut 13 á Akranesi en þær höfðu áður verið að vinna saman með litla stofu í Reykjavík. Þær fengu til liðs við sig Sif Agnarsdóttur og Gunnar Hallberg og opnuðu fjórar snyrti- og heilsustofur í setrinu; snyrtistofuna Mjöll, nuddstofuna Zentai, nálastungustofan Huoli nálar og ilmkjarnaolíustofan Sigurósk ehf. Skessuhorn tók púlsinn á þessari nýju starfsemi sem er til húsa í fyrrum höfuðstöðvum Verkalýðsfélags Akraness.

Sjá ítarlegt viðtal við rekstraraðila í Heilsusetrinu Mystik í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir