Liv Nome og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir í vinnuaðstöðu sinni hjá Artak350. Ljósm. tfk.

Sacred Flora sýnt á Rökkurdögum

Listakonurnar Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome hafa undanfarna daga dvalið í vinnustofu Artak350 í Grundarfirði. Þar hafa þær unnið að sýningu sem þær munu halda í Sögumiðstöðinni á morgun, miðvikudaginn 27. október. Gjörningurinn Sacred er samvinnuverkefni Þóru Sólveigar og Liv síðan 2016. Myndbandsverk þeirra, sem nefnist Standing, verður sýnt ásamt tónlistar- og myndbandsverkefninu Flora eftir Liv Nome saman með nýju efni frá Grundarfirði. Þetta er samtvinnað við verkið Sacred sem var frumsýnt á A! Gjörningahátíð 2017. Það verður spennandi að sjá afraksturinn af þessari vinnu þeirra Liv og Þóru og eru Grundfirðingar og nærsveitungar hvattir til að mæta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir