Nemendur poppuðu yfir opnum eldi

Nemendur 1. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar skelltu sér út í list- og verkgreinatíma í liðinni viku. Tilefnið var að prófa nýja poppkorns körfu sem skólinn festi kaup á á dögunum til að nota í útikennslu. Poppkorns karfan gerir nemendum kleift að fylgjast með því þegar poppmaísinn springur út og breytist í brakandi poppkorn.

Veðrið var ágætt og settu nemendur ásamt þeim Ingu myndmenntakennara og Paulinu heimilisfræðikennara körfuna og eldstæðið upp á skólalóðinni á Hellissandi. Smávægilegir byrjunarörðugleikar gerðu vart við sig en nemendur og kennarar létu það ekki á sig fá og byrjuðu bara aftur. Það voru svo kátir og glaðir krakkar sem gæddu sér á gómsætu poppkorni sem þau höfðu poppað yfir opnum eldi með kennurunum sínum. Ætlunin er, ef veður leyfir, að fleiri nemendur skelli sér út í þessari viku til að prófa búnaðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir