Mín sál þinn söngur hljómi

Dagskrá til heiðurs sr. Geirs Waage og frú Dagnýjar Emilsdóttur í Reykholti

Eins og mörgum mun kunnugt, lét sr. Geir Waage af störfum sóknarprests í Reykholtsprestskalli fyrir aldurs sakir um síðustu áramót eftir 42 ára farsæla þjónustu hans og eiginkonu hans, Dagnýjar Emilsdóttur, við söfnuðinn og staðinn í Reykholti. Sóknarnefnd Reykholtssóknar og Snorrastofa bjóða til dagskrár þeim hjónum til heiðurs og þakkar fyrir árin öll. Þakkarhófið átti að halda á vormánuðum, sem ekki reyndist gerlegt vegna covid-faraldursins, en vegna tilslakana í smitvörnum reynist nú loks mögulegt að standa fyrir þessum viðburði.

„Það er því sóknarnefnd, sóknarbörnum, Snorrastofu og Reykholtskórnum gleðiefni að bjóða til dagskrár í Reykholtskirkju laugardaginn 30. október nk. kl. 15.00. Þorvaldur Jónsson, formaður sóknarnefndar, mun setja dagskrána, en síðan mun Óskar Guðmundsson flytja fyrirlesturinn „Snorri Sturluson og Reykholt – miðstöð menningar og valda“ og að lokum Björn Bjarnason, stjórnarformaður Snorrastofu, flytja ávarp. Á milli atriða mun Reykholtskórinn flytja nokkur lög, en í kjölfarið mun Reykholtssókn bjóða upp á veitingar í safnaðarsalnum. Þar gefst fólki kostur á að ávarpa séra Geir og frú Dagnýju,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir