Sundkrakkarnir eldhressir eftir sundið. Ljósm. Sundfélag Akraness.

Faxaflóasundið var synt í Jaðarsbakkalaug

Hressir sundmenn Sundfélags Akraness stóðu sig vel í óhefðbundnu Faxaflóasundi sem fram fór síðasta föstudag. Þeir syntu 21 kílómetra í Jaðarsbakkalaug sem er sama vegalengd og tekur að synda á milli Akraness og Reykjavíkur. Stefnan var að synda meðfram Langasandi en veðrið var mjög óhagstætt til að synda í sjónum og því var ákveðið að taka slaginn í Jaðarsbakkalauginni. Þátttakendum var skipt upp í þrjú lið sem hvert um sig synti sjö kílómetra eins hratt og þau gátu og gekk það prýðisvel.

Með Faxaflóasundinu voru krakkarnir að safna fyrir æfingaferð erlendis og vilja þeir þakka fyrir frábæran stuðning. Enn er hægt að styðja krakkana með frjálsum framlögum og er reikningsnúmer þeirra: 186-15-376670 Kt. 630269-4239.

Líkar þetta

Fleiri fréttir