Inga Rósa Jónsdóttir var með 16 stig gegn Fjölni. Ljósm glh.

Skallagrímskonur með fimmta tapið í röð

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur sótti lið Fjölnis í Grafarvogi heim í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta, liðin skiptust á um að ná forystunni og staðan 24:23. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og aðeins munaði sex stigum þegar liðin fóru inn í hálfleikinn, 39:33.\r\n\r\nFjölnir hélt hins vegar áfram að auka muninn jafnt og þétt í þriðja leikhluta og Skallagrímur átti fá svör við leik heimamanna sem keyrðu yfir þær og juku forskotið enn meir, staðan 61:47 fyrir lokaleikhlutann. Fjölniskonur héldu takinu, bættu enn meira í og unnu að lokum öruggan 29 stiga sigur, 87:58.\r\n\r\nStigahæstar hjá liði Skallagríms í leiknum voru þær Inga Rósa Jónsdóttir með 16 stig, Nikola Nederosíková með 14 stig og 6 stolna bolta og Maja Michalska með 13 stig og 9 fráköst. Hjá Fjölni var Sanja Orozovic með 24 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir með 19 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 14 stig.\r\n\r\nSkallagrímur er því enn án stiga í deildinni eftir fimm leiki og er eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik. Það er ljóst að framundan er erfiður vetur í deildinni fyrir þetta unga lið Skallagríms en meðalaldur liðsins er aðeins um 19 ár. Næsti leikur Skallagríms er gegn Njarðvík næsta miðvikudag í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 18:15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímskonur með fimmta tapið í röð - Skessuhorn