Fréttir
Glænýr karfi á bryggjunni í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

Mikil aukning í löndunum í Grundarfirði

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Töluverð aukning er milli ára á komum fiskiskipa til Grundarfjarðar en fjöldi landana árið 2020 var rétt rúmlega 260 en í október 2021 var fjöldi landana kominn í rúmlega 280. Stefnir sú tala vel yfir þrjú hundruð áður en árið er úti. Nú á síðustu vikum hafa m.a. Akurey AK-10, Helga María RE-1, Jón á Hofi ÁR-42 og Björg EA-7 komið til löndunar ásamt heimabátunum og nokkrum öðrum skipum. Það hefur því verið nóg að gera á höfninni í Grundarfirði því einnig hefur komum skemmtiferðaskipa fjölgað að nýju. Loks hafa framkvæmdir við hafnarmannvirkin fært aukið líf í starfsemina á kajanum.",
  "innerBlocks": []
}
Mikil aukning í löndunum í Grundarfirði - Skessuhorn