Covid smit í leikmannahópi Skallagríms

Leik Hattar frá Egilsstöðum og Skallagríms sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna smits í herbúðum Skallagríms. Um eru að ræða 3-4 leikmenn sem eru orðnir veikir að sögn KKÍ og því var ákveðið í kjölfarið að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn eins fljótt og hægt verður að spila en næsti leikur Skallagríms er áætlaður föstudaginn 29. október gegn Hrunamönnum í Fjósinu í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir