Tölvuteiknuð mynd af væntanlegri þjónustustöð N1 við Hausthúsatorg. Teikning aðsend.

Þjónustustöð og bifreiðaþjónusta N1 verður reist við Hausthúsatorg

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur á vegum Akraneskaupstaðar vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og nýju deiliskipulagi Hausthúsatorgs. Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á aðalskipulagi þannig að gert verði ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu norðan Akranesvegar, við núverandi innkeyrslu í bæinn. Í fyrirhugaðri breytingu felst að skilgreindur er nýr 1,6 hektara landnotkunarreitur fyrir verslun og þjónustu, þ.e. eldsneytisafgreiðslustöð með veitingasölu, bílaþjónustu og upplýsingasvæði norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við Þjóðveg/ Þjóðbraut. Færa þarf hluta þjóðvegar til norðurs og aðlaga reið- og göngustíga að nýrri lóð. Gert verður ráð fyrir aðrein úr austri inn á lóðina af Akranesvegi. Mörkum íbúðarsvæðis norðan Akranesvegar, svæðis Íb-21 er breytt lítillega.

Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir