Skallagrímskonan Inga Rósa Jónsdóttir og Birgit Ósk Snorradóttir undir körfunni í leiknum í gær. Ljósm. glh

Skallagrímskonur töpuðu gegn Breiðabliki

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur tók á móti Breiðablik í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru þessi lið án stiga í deildinni og ljóst að hart yrði barist til að komast á blað. Sú varð raunin í fyrsta leikhluta en jafnt var á flestum tölum og gestirnir með tveggja stiga forskot við lok hans, 17:19. Svipað var upp á teningnum í öðrum leikhluta til að byrja með en Breiðablik náði góðum leikkafla um miðjan hlutann þar sem þær skoruðu 14 stig í röð og staðan 29:46 þegar liðin fóru inn í hálfleikinn.\r\n\r\nBreiðablikskonur gáfu ekkert eftir í þriðja leikhlutanum, bættu við stigaskorið á meðan lítið gekk hjá Skallagrími og munurinn kominn í 35 stig þegar liðin tóku sér hvíld fyrir lokaátökin, 35:70. Breiðablik sleppti ekki takinu í þeim fjórða og þó að heimakonur hafi unnið hann með fimm stigum þá var það ekki nóg og fjórða tap Skallagríms í röð í deildinni að veruleika, lokastaðan 49:79\r\n\r\nStigahæstar hjá Skallagrími í leiknum voru þær Maja Michalska sem var með 15 stig, Nikola Nedorosíková var með 12 stig og Victoría Lind Kolbrúnardóttir með 9 stig. Hjá Breiðabliki var Chelsey Shumpert með 28 stig, Iva Georgieva með 13 stig og Anna Soffía Lárusdóttir með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur hjá Skallagrími í deildinni er gegn Fjölni næsta sunnudag í Grafarvogi og hefst klukkan 18.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímskonur töpuðu gegn Breiðabliki - Skessuhorn