Nemendur virða fyrir sér verkefni dagsins. Ljósm. tfk.

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að garði. Þar voru saman komnir nemendur úr dýra, líffæra- og lífeðlisfræði, upplýsingatækni og af starfsbraut skólans. Nemendur fengu það verkefni að skoða hjarta, lungu, lifur og nýru úr lömbum en tilgangur verkefnisins var að skoða virkni þessara líffæra hjá dýrum og í okkur mannfólkinu. Nemendur í upplýsingatækni voru svo með það verkefni að taka upp efni frá krufningunni og vinna verkefni upp úr því. Fjölbrautaskólinn hefur í haust unnið að því að láta nemendur vinna saman þvert á áfanga og hefur það gefið góða raun, að sögn Árna Ásgeirssonar kennara. „Í þessu tiltekna verkefni voru fjórir áfangar að vinna saman og gekk það mjög vel. Bæði nemendur og við kennarar erum staðráðin í að gera meira af þessu,“ sagði Árni í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir