Fréttir

Samþykktu viðauka við fjárhagsáætlun

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í síðustu viku var lögð fram tillaga að viðauka IV við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna samnings við aðila Húsafellsmáls 10 millj. kr., kostnaður við úttekt á framkvæmdum verði 1,3 millj. kr. og aukning á kennslukvóta við Grunnskólann í Borgarnesi verði 1,7 millj. kr. Þá er einnig gert ráð fyrir 3,0 millj. kr. auknum útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar, 5,0 millj. kr. aukningu vegna sérfræðiaðstoðar í skólaþjónustu og 18 millj. kr. aukningu vegna skólakostnaðar sem Borgarbyggð greiðir í öðrum sveitarfélögum.\r\n\r\nÁ móti kemur lækkun kostnaðar við Landsmót UMFÍ sem var frestað og söluhagnaður á hlutabréfum. Þá er einnig gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna bættrar úrgangsþjónustu við frístundahús og söfnunar brotajárns fyrir 4,6 millj kr en á móti kemur styrkur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Samtals hækka rekstrarútgjöld um 35,7 millj. og framkvæmda- og fjárfestingaráætlun hækkar um 650 þúsund. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að auknum útgjöldum verði mætt með lækkun á handbæru fé.",
  "innerBlocks": []
}
Samþykktu viðauka við fjárhagsáætlun - Skessuhorn