Óvelkominn maður innandyra

Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags barst Lögreglunni á Vesturlandi tilkynning um óvelkominn mann innandyra í húsi á Akranesi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn heyrðu þeir grát. Fundu þeir ungling sem hafði læst sig inni á baðherbergi. Hafði unglingurinn rekist á ókunnugan mann inni á heimilinu og flúið inn á bað. Unglingurinn lýsti hinum ókunnuga mjög vel og fannst hann í nærliggjandi götu, stjarfur af áfengisdrykkju. Virðist hann hafa farið húsavillt. Lögreglumenn óku manninum heim og ræddu við foreldra unglingsins. Ekki er ljóst hvort eftirmálar verða en lögregla brýnir fyrir fólki að læsa húsum sínum þegar við á.

Líkar þetta

Fleiri fréttir