Hilmar Már Arason, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. vaks.

„Metnaður og vilji að vera með góðan skóla“

Hilmar Már Arason tók við sem skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar af Magnúsi Þór Jónssyni haustið 2015 og hefur því gegnt starfinu í sex ár. Blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Ólafsvík á dögunum og ákvað að heilsa upp á skólastjórann sem tók vel á móti honum. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru nemendur 218 talsins á þremur starfsstöðvum og 66 starfsmenn. Í Ólafsvík er 5.-10. bekkur, alls 120 nemendur, á Hellissandi er 1.-4. bekkur með 73 nemendur og í Lýsudeild, sem er gamli Lýsuhólsskóli, eru 23 nemendur, þar af eru 17 nemendur í grunnskóla og sex í leikskóla. Smíðar og myndmennt eru kenndar á Hellissandi og sund og íþróttir í Ólafsvík en þetta fyrirkomulag krefst góðs skipulags. Fyrir Covid faraldurinn skipti Hilmar vikunni þannig að hann var einn dagpart í Lýsudeild, tvo í Ólafsvík og tvo á Hellissandi en byrjaði alltaf og endaði í Ólafsvík því þar eru flestir nemendur og starfsfólk. Nú þegar er farið að slaka á sóttvörnum stefnir Hilmar að því að taka upp fyrra fyrirkomulag.

Rætt er við Hilmar Má í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir