Fréttir
Hilmar Már Arason, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. vaks.

„Metnaður og vilji að vera með góðan skóla“

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hilmar Már Arason tók við sem skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar af Magnúsi Þór Jónssyni haustið 2015 og hefur því gegnt starfinu í sex ár. Blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Ólafsvík á dögunum og ákvað að heilsa upp á skólastjórann sem tók vel á móti honum. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru nemendur 218 talsins á þremur starfsstöðvum og 66 starfsmenn. Í Ólafsvík er 5.-10. bekkur, alls 120 nemendur, á Hellissandi er 1.-4. bekkur með 73 nemendur og í Lýsudeild, sem er gamli Lýsuhólsskóli, eru 23 nemendur, þar af eru 17 nemendur í grunnskóla og sex í leikskóla. Smíðar og myndmennt eru kenndar á Hellissandi og sund og íþróttir í Ólafsvík en þetta fyrirkomulag krefst góðs skipulags. Fyrir Covid faraldurinn skipti Hilmar vikunni þannig að hann var einn dagpart í Lýsudeild, tvo í Ólafsvík og tvo á Hellissandi en byrjaði alltaf og endaði í Ólafsvík því þar eru flestir nemendur og starfsfólk. Nú þegar er farið að slaka á sóttvörnum stefnir Hilmar að því að taka upp fyrra fyrirkomulag.\r\n\r\n<em>Rætt er við Hilmar Má í Skessuhorni vikunnar.</em>",
  "innerBlocks": []
}
„Metnaður og vilji að vera með góðan skóla“ - Skessuhorn