
Hressar konur sýndu krafta sína á uppákomu Bjarts Guðmundssonar, leikara og frammistöðuþjálfa. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.
Kraftmiklar kvenfélagskonur sóttu landsþing í Borgarnesi um helgina
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Um 200 kvenfélagskonur komu saman í Borgarnesi þegar 39. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið á Hótel Borgarnesi um liðna helgi. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1930 sem samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd og 142 kvenfélög sem telja um 4.500 félaga. Það voru því margar kvenfélagskonurnar alls staðar af landinu sem lögðu leið sína í Borgarnes um helgina. Gestgjafar þingsins voru konur úr Sambandi borgfirskra kvenna og var þema þingsins: Það sem jörðin gefur.\r\n\r\n<em>Ítarlega er sagt frá fjölmennu þingi kvenfélagskvenna í máli og myndum í Skessuhorni sem kom út í dag.</em>", "innerBlocks": [] }