Verulegar afléttingar taka gildi á miðnætti

Verulegar afléttingar verða gerðar á samkomutakmörkunum innanlands vegna Covid-19 frá og með miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 20. október. Almennar fjöldatakmarkanir fara þá úr 500 manns í 2000. Með notkun hraðprófa má víkja frá þeim takmörkunum og nándarreglu, en nándarreglan verður enn óbreytt, einn metri, með sömu undantekningum og hafa verið á sitjandi viðburðum og við þjónustu sem krefst mikillar nándar. Grímuskyldu hefur verið aflétt, fyrir utan sérstakar reglur um heilbrigðisstofnanir. Þá verður skráningarskyldu aflétt á viðburðum og veitingahúsum og heimilt er nú að hafa veitingastaði þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar opna klukkustund lengur, eða til kl. 01:00 og rýma þarf staðina fyrir kl. 2:00.

Þá segir í tilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að stefnt sé að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember næstkomandi. Er það þó með fyrirvara um að faraldurinn þróist ekki á mun verri veg. Áfram verður notast við sýnatökur, einangrun, smitrakningu og sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir