Tveir yngstu bekkirnir heima í þessari viku

Upp hafa komið Covid smit hjá nemendum og starfsmanni í Brekkubæjarskóla á Akranesi og eru nemendur í fyrstu tveimur bekkjunum og allt starfsmannateymið þeim tengd komið í sóttkví. Tveir nemendur og starfsmaður sem var að kenna í skólanum á föstudaginn hafa nú greinst smituð af Covid veirunni. Heilsugæslan er að skipuleggja sýnatökur og fer hún fram næstkomandi föstudag, 22. október. Vetrarfríi í Brekkubæjarskóla lýkur í dag en ljóst er að nemendur í fyrsta og öðrum bekk þurfa að bíða aðeins lengur eftir að komast í skólann að nýju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir