Strætó á ferð við Hvalfjörð.

Strætóferðir hafa fallið niður í dag

Mjög hvasst hefur verið á Kjalarnesi og sömuleiðis á þjóðveginum við Hafnarfjall í dag enda vindáttin austanstæð. Þetta hefur orðið til þess að allar strætóferðir milli Reykjavíkur og Akraness hafa fallið niður í dag og búist við að svo verði áfram sem eftir lifir dags. Þá kemst strætisvagn sem lagði af stað á fimmta tímanum frá Akureyri til Reykjavíkur líklegast ekki lengra en á Akranes. Það var fréttavefurinn ruv.is sem greindi frá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir