Trio Danois.

Fléttur – þjóðlög og þjóðsögur á léttum nótum

Framundan eru tónleikar með sögulegu ívafi á þremur stöðum á Vesturlandi. Flytjendur á þeim eru Trio Danois sem samanstendur af Jónínu Ernu Arnardóttur, Morten Fagerli og Pernille Kaarslev en þau koma fram ásamt Sigrúnu Elíasardóttur Langspili sögumanni. Flutt verður dagskrá þar sem fléttað er saman þjóðsögum og lögum frá Íslandi og Norðurlöndunum og koma m.a. draugar og huldufólk við sögu en einnig verður kíkt í fjörugt brúðkaup.

Sigrún Elíasdóttir Langspil.

Dagskráin verður flutt á þremur stöðum á Vesturlandi. Kalman listafélag stendur fyrir fyrstu tónleikunum á Akranesi í Vinaminni kl. 20:00 fimmtudaginn 21. október og einnig verður hún flutt í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 20:00 á föstudagskvöldið. Auk þess munu listamennirnir heimsækja hjúkrunarheimilið Brákarhlíð á föstudeginum. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði og Menningarsjóði Borgarbyggðar.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir