Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir tekjulág heimili

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur samþykkt tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum. Fyrir árslok skal greiða íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2006 til 2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum á Akranesi. „Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021. Styrk skal greiða vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á haustönn 2021, allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn. Íþrótta- og tómstundastyrkir eru veittir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem stundað er undir leiðsögn þjálfara og leiðbeinenda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og tómstundastyrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.“ Sótt er um styrkina í íbúagátt í gegnum NÓRA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir