
Lukkudýr Skallagríms er þungt á brún þessa dagana. Ljósm glh.
Skallagrímur og ÍA án sigurs eftir fjóra leiki
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Það hefur ekki byrjað vel hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild karla í körfuknattleik í vetur. Eftir fjóra leiki eru þau bæði án sigurs og sitja saman í botnsæti deildarinnar. Skallagrímsmenn fengu topplið Hauka í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi og fengu skell á heimavelli. Skallarnir byrjuðu þó ágætlega, komust í 7:0 en Haukar jöfnuðu sig fljótt og leiddu eftir fyrsta leikhluta með sjö stigum, 20:27. Haukar héldu áfram að herja á heimamenn í öðrum leikhluta og staðan í leikhléi 38:51.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta gekk lítið hjá Skallagrími að minnka muninn og ljóst hvert stefndi því Haukar náðu 23 stiga forystu við flautið og í þeim fjórða var þetta aðeins spurning hvað sigurinn yrði stór, lokatölur 81:113.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Simun Kovac með 22 stig, Arnar Smári Bjarnason með 19 stig og Davíð Guðmundsson með 14 stig. Hjá Haukum var Jose Aldana með 29 stig, Jeremy Smith með 26 stig og Shemar Bute með 20 stig.\r\n\r\nSkagamenn heimsóttu sama kvöld Álftanes heim og urðu einnig að sætta sig við tap. Leikurinn var þó jafn á flestum tölum í fyrsta leikhluta en heimamenn með tíu stiga forystu, 32:22. ÍA kom til baka, náði að minnka muninn í eitt stig um miðjan annan leikhluta og munurinn aðeins sex stig í hálfleik, 49:43.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta náðu heimamenn góðu áhlaupi, lítið gekk hjá gestunum á sama tíma og munurinn orðinn tólf stig, 72:60 Í þeim fjórða var þetta síðan aldrei spurning, Álftnesingar hleyptu Skagamönnum aldrei of nálægt og lokastaðan, 105:87.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA voru þeir Cristopher Clover með 29 stig, Nestor Saa með 27 stig og Davíð Alexander Magnússon með 12 stig. Hjá Álftanesi var Cedrick Bowen með 24 stig, Eysteinn Bjarni Ævarsson með 21 stig og Dino Stipcic með 13 stig.\r\n\r\nNæstu leikir Vesturlandsliðanna í deildinni eru næsta föstudag og hefjast klukkan 19:15. Skallagrímur heimsækir Hött á Egilsstöðum og Skagamenn taka á móti Hamri úr Hveragerði.\r\n\r\nStaðan eftir fjórar umferðir er sú að Haukar og Höttur eru efst og jöfn með átta stig, Álftanes og Sindri eru með sex stig, Selfoss og Hrunamenn eru með fjögur, Hamar og Fjölnir með tvö og Skallagrímur og ÍA án stiga í botnsætinu.",
"innerBlocks": []
}