Hrefna Dan með Hrefnuna. Ljósm. aðsend.

Frystihúsið með skyrskálina Hrefnuna í bleikum október

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár leggur Krabbameinsfélagið áherslu á að vera til og mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þær konur sem greinast með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður.

Ísbúðin, kaffihúsið og sælkerastaðurinn Frystihúsið ætlar að styrkja Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis frá og með 15.október og út mánuðinn, með sölu á skyrskál og rennur hagnaðurinn óskiptur til félagsins. Hrefna Dan bjó til réttinn úr úrvals fersku hráefni þar sem lífræn jarðarber, hindber, banani, mangó og skyr koma saman fyrir fallegt málefni. Tinna Grímars hannaði fallega miða sem eru á hverri seldri skál.

Líkar þetta

Fleiri fréttir