Magnea Guðlaugs ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Magneu Guðlaugsdóttur sem þjálfara meistaraflokks og 2. flokks kvenna í knattspyrnu. Magnea hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur þjálfað í öllum aldursflokkum kvenna hjá ÍA og einnig í yngri flokkum karla. Magnea er margreynd knattspyrnukona og lék alls 119 leiki með ÍA í meistaraflokki og skoraði í þeim átta mörk. Þá lék hún átta A landsleiki og ellefu landsleiki alls fyrir yngri landsliðin.

Magnea tekur við af þeim Aroni Ými Péturssyni og Birni Sólmari Valgeirssyni sem létu af störfum eftir tímabilið en Skagastúlkur féllu í 2. deild í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir