Íþróttir
Dalastúlkur á verðlaunapalli. Ljósm. Glímusamband Íslands.

Dalamenn sigursælir í glímu

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Glímufélag Dalamanna var sigursælt á Haustmóti Glímusambands Íslands sem fram fór á Blönduósi síðastliðinn sunnudag en þetta var fyrsta mót keppnistímabilsins. Samtals voru 42 keppendur skráðir, keppt var í 17 flokkum og glímdar alls 150 glímur.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_48032\" align=\"alignleft\" width=\"213\"]<img class=\"wp-image-48032\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2021/10/Dalamenn-sigursaelir-i-glimu2VEF-600x432.jpg\" alt=\"\" width=\"213\" height=\"153\" /> Þórarinn Páll og Mikael Hall fengu gull og silfur.[/caption]\r\n\r\nGlímufélag Dalamanna átti þar tíu keppendur í barna-, unglinga- og fullorðins flokkum. Þórarinn Páll Þórarinsson sigraði í flokki 12 ára stráka og Mikael Hall Valdimarsson var í öðru sæti. Jasmín Arnarsdóttir var í þriðja sæti í flokki 14 ára stúlkna og Benóní Kristjánsson í öðru sæti í 13 ára flokki stráka. Þær Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir og Birna Rún Ingvarsdóttir kepptu í fyrsta sinn í fullorðins flokki en þar er glímt á gólfi og hver glíma lengist við það úr 1½ mínútu upp í 2 mínútur. Jóhanna Vigdís sigraði í stúlknaflokki 15 ára, í unglingaflokki kvenna  plús 70 kg en hafnaði í þriðja sæti í opnum flokki kvenna. Dagný Sara og Birna Rún voru í 2. og 3. sæti í 15 ára flokki stúlkna á eftir Jóhönnu.\r\n\r\nKeppnin var hörð á mótinu og var greinilegt að þau tækniatriði sem þátttakendurnir lærðu í æfingabúðunum, sem fóru fram sömu helgi, skilaði sér í keppninni. Í æfingabúðunum voru börn og ungmenni undir handleiðslu fremsta glímufólks landsins en ljóst er að bjart er yfir framtíð glímunnar.",
  "innerBlocks": []
}
Dalamenn sigursælir í glímu - Skessuhorn