Ráðherra undirritar reglugerð um loðnuveiðar. Ljósm. Stjórnarráðið.

Reglugerð um komandi loðnuvertíð

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu á komandi vertíð. Alls heimilar reglugerðin veiðar íslenskra skipa á allt að 662.064 tonnum sem gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Nýverið kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf fyrir loðnuveiðar vertíðarinnar 2021-2022 upp á 904.200 tonn. Í samræmi við alþjóðlega samninga fær Ísland 80% þess magns eftir að tekið hefur verið tillit til tvíhliða samninga við önnur ríki. Aflaverðmæti þessarar vertíðar er áætlað um 50 milljarðar og hefjast veiðar 15. október næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir