Aron og Rósa Íslandsmeistarar í latíndönsum síðastliðið vor.

Hugurinn stefnir á atvinnumennsku í samkvæmisdönsum

Skagamærin Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Hafnfirðingurinn Aron Logi Hrannarsson náðu glæsilegum árangri á Opna breska meistaramótinu í samkvæmisdönsum, sem haldið var í Blackpool á Englandi á dögunum. Náðu þau 5. sæti í flokki undir 21 árs í Latin dönsum sem verður að teljast mjög góður árangur, en þau Aron Logi og Rósa Kristín eru einungis 16 og 17 ára gömul og eiga því nokkur ár eftir í þessum flokki. Þá kepptu þau einnig í flokki áhugamanna, „Rising star“ og enduðu þar í 8. sæti. Er það ekki síðri árangur þar sem í þeim flokki keppa allir aldurshópar.

Rósa Kristín hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt á fjölda móta í samkvæmisdönsum bæði hér heima og erlendis og unnið til verðlauna sem og Íslands- og bikarmeistaratitla í sínum aldursflokkum. „Það má segja að ég hafi verið dansandi frá fæðingu,“ segir Rósa Kristín og hlær. „Strax sem barn fannst mér gaman að dansa og byrjaði á því að fara í tíma hjá Dansstúdíó Írísar hérna á Akranesi. Síðan þegar ég var orðin eldri fór ég að fara í dansskóla í Hafnarfirði ásamt frænku minni Demi van den Berg, en við höfum verið samstíga í dansinum frá upphafi. Eftir að ég fór að stunda dansinn af meiri alvöru heillaðist ég algjörlega af honum og hefur ekki verið aftur snúið,“ segir hún.

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir