Fréttir
Gunnar Ólafsson, eigandi Algó ehf. á skrifstofu fyrirtækisins á Breið.

Fyrirtækið Algó ehf. aflar sæmetis með sæslætti

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "<strong>Vill breyta mataræði Íslendinga til góðs</strong>\r\n\r\nFyrirtækið Algó ehf. sótti nýlega um heimild til öflunar og sjálfbærrar nýtingar sjávarþörunga á strandsvæði innan netalaga í umdæmi Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og samþykkti að tilraunir til eins árs yrðu gerðar í nánu samráði við Akraneskaupstað. Tilgangur félagsins, Algó ehf, er að þróa starfsemi sem gengur út á að nýta vannýtt sjávarfang við Ísland með sérstaka áherslu á þörunga. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til eiganda Algó, Gunnars Ólafssonar og spurði hann út í starfsemi fyrirtækisins.\r\n\r\nAð sögn Gunnars er Algó ehf sprotafyrirtæki með sérþekkingu á nýtingu og ræktun þörunga sem vinnur að haftengdri nýsköpun og uppbyggingu strandyrkju á Skipaskaga og Vesturlandi. Frá og með þessu ári hefur fyrirtækið starfsaðstöðu og vinnsluaðstöðu á Breiðinni ásamt því að hafa strandbát með viðlegu í Akraneshöfn. Algó ehf vinnur þar að þróun lífrænna ræktaðra matvæla úr sjávarþörungum, bragðgóðri fæðubót undir vöruheitinu sæmeti. Í fyrstu verður unnið með hugmyndir að þróa sjálfbæra nýtingu á staðbundnum kaldsjávar þörungum og hágæða matvælaframleiðslu úr þeim í smáum skala. Til framtíðar er ræktun sjávarþörunga með blandaðri land- og hafrækt markmið Algó.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_48025\" align=\"alignleft\" width=\"200\"]<img class=\"wp-image-48025\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2021/10/Fyrirtaekid-Algo-ehf.-aflar-saemetis-med-saeslaetti_3-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"200\" height=\"150\" /> Gunnar í báti Algó ehf sem hann notar við strandyrkjuna. Ljósm. frg.[/caption]\r\n\r\nGunnar er menntaður líf- og efnafræðingur, hann lauk meistaragráðu í lífefnafræði í Hollandi og nam þörungafræði við háskóla í París þar sem hann komst í kynni við Sigurð Jónsson, prófessor í þörungafræðum, sem hann segir hafa haft mikil áhrif á sig. Segja má að Gunnar sé með þara og þörunga í blóðinu því 11 ára byrjaði hann með pabba sínum á grásleppu við Patreksfjörð, en eins og kunnugt er finnst grásleppunni best að vera í þara.\r\n\r\n<em>Sjá ítarlegt viðtal við Gunnar Ólafsson hjá Algó ehf. í Skessuhorni sem kom út í dag.</em>",
  "innerBlocks": []
}
Fyrirtækið Algó ehf. aflar sæmetis með sæslætti - Skessuhorn