Fréttir

Málverk boðið upp til styrktar Krabbameinsfélaginu

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Andrea Þ Björnsdóttir á Akranesi stundar reglulega sölu á lakkrís og öðrum varningi til stuðnings þeim sem á þurfa að halda. Nú í bleikum október gengst hún fyrir uppboði á málverki eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann. Málverkið er í stærðinni 70-50 cm. Bjarni Þór og Ásta kona hans leggja til málverkið, en Andrea stendur fyrir uppboði á því. Andvirði sölunnar rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis. Uppboðið fer þannig fram að menn gefa upp verð í færslu, eða athugasemd, á Facebook síðu Andreu sjálfrar. Athygli er vakin á því að lágmarksboð í málverkið er 70 þúsund krónur. Hægt verður að bjóða í málverkið til sunnudagsins 17. október klukkan 15:00. Vakin er athygli á að hægt er að skoða málverkið í Galleríi Bjarna Þórs við Kirkjubraut 1 á Akranesi.",
  "innerBlocks": []
}
Málverk boðið upp til styrktar Krabbameinsfélaginu - Skessuhorn