Íþróttir
Skallagrímskonan Inga Rósa Jónsdóttir stígur hér út í veg fyrir Hallveigu Jónsdóttur úr Val.

Stigalausar eftir tvær umferðir

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Meistaraflokkur kvenna í Skallagrími þurfti að sætta sig við 70:92 tap gegn Valsstúlkum frá Reykjavík þegar liðin mættust í annarri umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímsstúlkur spiluðu án hinnar amerísku Shakeya Leary, en unnið er hörðum höndum í herbúðum Skallagríms við að fá leikheimild fyrir miðherjann. Að sama skapi spiluðu Valsstúlkur án landsliðskonunnar Hildar Bjargar Kjartansdóttur, sem enn glímir við höfuðmeiðsli frá síðasta tímabili.\r\n\r\nValsstúlkur tóku strax völdin í upphafi leiks og stýrðu honum nánast frá fyrstu mínútu. Skallagrímur hélt sér innan seilingar í einhvern tíma en Valur stakk svo af í öðrum leikhluta þegar liðið skoraði 31 stig í leikhlutanum á móti 14 stigum Borgnesinga. Hálfleikstölur því 32:54 Valsstúlkum í vil.\r\n\r\nHlíðarendastúlkur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og áttu Skallagrímsstúlkur fá svör við sóknarleik þeirra rauðklæddu að sunnan sem skoruðu að vild. Valur sigldi því nokkuð öruggum sigri í höfn þegar 40 mínútur voru liðnar. Lokatölur 92:70 Valsstúlkum í vil.\r\n\r\nÍ liði gestanna var leikstjórnandinn Ameryst Alston langstigahæst í sínu liði, með 36 stig. Alston tók að auki 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þar næst var Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 19 stig.\r\n\r\nÍ liði Borgnesinga var framherjinn Mammusu Secka stigahæst með 19 stig en að auki reif hún niður 11 fráköst. Þar á eftir var Embla Kristínardóttir með 12 stig. Maja Michalska, Nikola Nederosíková og Inga Rósa Jónsdóttir skiluðu inn níu stigum hver.\r\n\r\nEftir tvær umferðir í Subway deild kvenna eru Skallagrímskonur stigalausar en þær spiluðu fyrst gegn Keflavík á miðvikudaginn var og þurftu að sætta sig við tap gegn suðurnesjaliðinu. Aftur á móti hefur Valur unnið báðar sínar viðureignir, fyrst gegn Grindavík og núna gegn Skallagrími. Næsta umferð byrjar á miðvikudaginn en næsti leikur Skallagríms er gegn Haukum syðra á sunnudaginn og hefst klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Stigalausar eftir tvær umferðir - Skessuhorn