Stofnfundur ADHD Vesturlands

Stofnfundur fyrir ADHD Vesturland verður næstkomandi mánudag, 11. október en um er að ræða útibú frá ADHD samtökunum. En þess ber að geta að um þrjú þúsund einstaklingar, bæði fullorðnir og börn, eru nú á biðlista eftir greiningu. Um helmingur hjá hinu opinbera og helmingur hjá einkastofum. Stofnfundurinn fer fram við Grunnskólanum í Borgarnesi og opnar húsið kl. 17:30. Tilgangur með stofnun ADHD Vesturlands er að færa samtalið um ADHD í heimabyggð og mynda tengslanet þeirra sem eru með ADHD og aðstandenda.

„Þó uppeldisleg heilræði Guttavísna séu sem betur fer flest farin í glatkistu minninganna má fullyrða að börn með ADHD lendi oftar en önnur börn í erfiðum samskiptum við nánustu aðstandendur og umhverfi sitt almennt – ekki síst vegna hvatvísinnar og vandkvæða við að uppfylla hefðbundnar kröfur um aga og einbeitingu.

Skilningur á ADHD góð samskipti byggð á þeirri þekkingu geta verið lykillinn uppbyggjandi uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi. Á fundinum mun Sólveig Ágrímsdóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna og áhrif mismunandi uppeldisaðferða eða uppeldisstíla á sjálfsmynd barna og þroska,“ segir í tilkynningu frá ADHD samtökunum.

Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og gaf hún út bókina Ferðalag í flughálku, sem fjallar um ADHD og unglinga. Auk þess hefur Sólveig um árabil starfað á BUGL, Barna- og unglingageðdeild.

Líkar þetta

Fleiri fréttir