
Leikmannahópur mfl. kvenna Skallagrími 2021-2022.
Tap í fyrsta leik
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Meistaraflokkur kvenna í Skallagrími hófu tímabilið í gærkvöldi með tapi gegn suðurnesjaliðinu Keflavík, í Keflavík. Leikurinn var jafn framan af og það var ekki fyrr en um miðbik annars leikhluta að heimastúlkur fóru að skríða fram úr þeim grænklæddu. Eftir hálfleik juku Keflvíkingar enn fremur í forskot sitt og endaði leikurinn í 16 stiga sigri Keflvíkinga 80:66.\r\n\r\nAtkvæðamest í liði Keflvíkinga var Anna Ingunn Svansdóttir með 21 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Í liði Skallagríms var það Nikola Nedorosíková sem var stigahæst með 22 stig. Næst á eftir var Mammusu Secka með 15 stig og 14 fráköst. Í næstu umferð fær Skallagrímur Val í heimsókn í Borgarnes. Leikurinn fer fram sunnudaginn 10. október kl. 19:15.", "innerBlocks": [] }