Jarðskjálfti á Vesturlandi í morgun

Jarðskjálfti mældist á Vesturlandi klukkan korter fyrir tíu í morgun. Í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti á Facebook fyrr í dag segir að skjálftinn hafi verið í eldstöðvakerfi Ljósufjalla og átt upptök sín 5 km austur af Langavatni á Mýrum. Er þetta sagt vera til marks um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu á þessu ári en þetta var annar stærsti skjálftinn á þessum slóðum í ár. Í færslunni segir: „Skjálftarnir eru innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla sem teygist austur að Grábrók við Bifröst. Forsögulegir gígar finnast í grennd við það svæði þar sem skjálftarnir hafa verið að mælast, m.a. í Hítárdal og Hraundal og hafa nokkur hraun runnið þar á nútíma.“ Þá segir að skjálftavirknin sé óvenjuleg að vissu marki, „enda jarðskjálftar afar fátíðir í eldstöðvakerfum Snæfellsness:“

Líkar þetta

Fleiri fréttir