Bókin Við veggjalaug segir sögu Varmalands í Borgarfirði

Sögu sveitaþorpsins Varmalands/Laugalands í Borgarfirði er gerð skil í bókinni Við Veggjalaug sem Helgi Bjarnason blaðamaður frá Laugalandi skrifar og gefur sjálfur út. Um bókina, sem er í kiljuformi, segir Helgi:

„Byggðin myndaðist þar vegna hversins Veggjalaugar og hefur þróast á 80 árum. Í bókinni er rakin saga húsmæðraskólans og barnaskólans, garðyrkjustöðvarinnar, sundlauganna, félagsheimilisins, íþróttavallarins, hótelsins, björgunarsveitarinnar Heiðars og annarrar starfsemi á staðnum. Sagt er frá gamla húsmannsbýlinu Laugalandi og ábúendum þess sem og örnefnum í dalverpinu. Þá eru birtir listar yfir starfsfólk skólanna.“

Bókin kostar 4.800 krónur og fæst einungis hjá höfundi. „Hægt er að panta hana með orðsendingu í skilaboðum á messenger á Facebook eða á netfangið helgibjarna@gmail.com eða þá í síma 669 1310. Greiðslu má leggja inn á reikning 537-14-6215, kt. 140753-7699.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir