Safnahúsið í Borgarnesi.

Samið um starfslok forstöðumanns Safnahúss

„Gert hefur verið samkomulag um starfslok við Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar í tilkynningu. Hún og Guðrún rituðu undir samkomulagið síðdegis á föstudaginn en það verður lagt fyrir næsta sveitarstjórnarfund til staðfestingar. „Guðrún hefur þegar látið af störfum en hún hefur starfað fyrir sveitarfélagið síðan árið 2006. Guðrúnu er þakkað fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í framtíðarstörfum,“ skrifar Lilja Björg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir