
Svipmynd frá fyrstu atvinnusýningunni sem klúbburinn stóð fyrir. Ljósm. úr safni/mm.
Rótarýklúbburinn stefnir á atvinnusýningu í Borgarnesi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Fyrir tveimur árum ákvað Rótarýklúbbur Borgarness að standa fyrir atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi. Vegna heimsfaraldursins varð hins vegar ekkert af sýningunni á þeim tíma en nú er blásið til sóknar að nýju og verður viðburðurinn 30. október næstkomandi. „Markmið verkefnisins er sem fyrr að gefa rekstraraðilum á starfssvæði klúbbsins tækifæri til að kynna starfsemi sína á heimavettvangi og vekja þannig athygli samfélagsins á hinni fjölbreyttu starfsemi sem fer fram á svæðinu. Jafnframt og ekki síður að efla samstöðu rekstraraðila á þeirra heimasvæði,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. Í tengslum við fyrirtækjakynninguna verður haldin málstofa undir yfirskriftinni „Matvælalandið Ísland“ með áherslu á loftslagsmál og kolefnisspor.\r\n\r\nVæntanlegir þátttakendur geta fengið nánari upplýsingar: Birna G. Konráðsdóttir í síma 864-5404 og Margrét Vagnsdóttir í síma 895-1535.", "innerBlocks": [] }