Gul viðvörun við Breiðafjörð

Gul viðvörun er nú í gildi á Norður- og Norðvesturlandi. Við Breiðafjörð tók viðvörunin gildi í gærkvöldi og verður í gildi til klukkan 16:00 í dag. Það er norðan- og norðaustan 15-23 m/s á svæðinu með snjókomu eða slyddu, jafnvel talsverðri á köflum. Akstursskilyrði eru erfið, sérstaklega á fjallvegum. Þegar veðrið gengur niður á svæðinu í dag er það aðeins í skamma stund því önnur gul viðvörun tekur gildi við Breiðafjörð í fyrramálið kl. 11:00. Þá má aftur gera ráð fyrir norðanátt 15-23 m/s og snjókomu eða slyddu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni. Hvassast verður norðan til en vestlægari átt og éljagangur um kvöldið. Gera má ráð fyrir erfiðum akstursskilyrðum og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir