Óbreytt staða kjördæmakjörinna samkvæmt nýjum tölum

Nú hafa verið talin 12.423 atkvæði í Norðvesturkjördæmi. Miðað við síðustu tölur breytist staðan ekki hvað varðar kjördæmakjörna þingmenn. Framsóknarflokkur fær 3, Sjálfstæðisflokkur tvo, Flokkur fólksins einn  og Vinstri hreyfingin grænt framboð einn. Jöfnunarþingsætið er eins og er Miðflokksins, en það breytist ört eftir því sem nýjar tölur koma úr öðrum kjördæmum.

Atkvæði hafa fallið þannig:

B Listi – 3.057 atkvæði (3 kjördæmakjörnir)

C Listi – 674 atkvæði

D Listi – 2.837 atkvæði (2 kjördæmakjörnir)

F Listi – 1.096 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

J Listi – 508 atkvæði

M Listi – 915 atkvæði

O Listi – 51 atkvæði

P Listi – 705 atkvæði

S Listi – 914 atkvæði

V Listi – 1.386 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

Auðir seðlar voru 261 og aðrir ógildir 19.

 

(Kosningavakt Skessuhorns er lokið og bent á kosningavefi RUV og MBL.

Líkar þetta

Fleiri fréttir