Nýjar tölur úr Norðvesturkjördæmi

Nú hafa verið talin 7.803 atkvæði í Norðvesturkjördæmi. Talsverð breyting er frá fyrstu tölum sem birtar voru laust eftir kl. 22. Framsóknarflokkur bætir við sig 3. manni frá fyrstu tölum. Jöfnunarþingsæti fær Samfylkingin nú, en það breytist hratt eftir því sem nýjar tölur koma úr öðrum kjördæmum.

Atkvæði hafa fallið þannig:

B Listi – 1987 atkvæði (3 kjördæmakjörnir)

C Listi – 460 atkvæði

D Listi – 1735 atkvæði (2 kjördæmakjörnir)

F Listi – 720 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

J Listi – 311 atkvæði

M Listi – 485 atkvæði

O Listi – 33 atkvæði

P Listi – 460 atkvæði

S Listi – 573 atkvæði

V Listi – 881 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

Auðir seðlar voru 149 og aðrir ógildir 9.

Líkar þetta

Fleiri fréttir