Hér er yfirkjörstjórn NV kjördæmis að bera saman bækur sínar áður en niðurstaða endurtalningar var send til landsyfirkjörstjórnar síðdegis í gær. Ljósm. mm

Endurtalningu lokið í Norðvesturkjördæmi

Endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi var að ljúka rétt í þessu. Þar kom fram lítils háttar skekkja í atkvæðum einstakra framboða. Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, voru atkvæði greidd Viðreisn og Miðflokknum oftalin, níu atkvæði hjá Viðreisn og fimm hjá Miðflokki. Niðurstaðan hefur nú verið send til landsyfirkjörstjórnar sem sér um að úthluta þingsætum og þar verður farið yfir hvort breytingar verði á úthlutun jöfnunarþingsæta. Niðurstaðan breytir þó engu um niðurröðun kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi.

Alls voru greidd 17.668 atkvæði í Norðvesturkjördæmi

Atkvæði féllu þannig:

B Listi – 4448 atkvæði (3 kjördæmakjörnir)

C Listi – 1063 atkvæði

D Listi – 3897 atkvæði (2 kjördæmakjörnir)

F Listi – 1510 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

J Listi – 728 atkvæði

M Listi – 1278 atkvæði

O Listi – 73 atkvæði

P Listi – 1081 atkvæði

S Listi – 1195 atkvæði

V Listi – 1978 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

Auðir seðlar voru 382 og aðrir ógildir 35.

Líkar þetta

Fleiri fréttir